Að fylgja Jesú

Áætlun Guðs um hjálpræði

Guð elskar þig


Jóhannesarguðspjall 3:16:

Því svo elskaði Guð heiminn að hann gaf einkason sinn til þess að hver sem á hann trúir glatist ekki heldur hafi eilíft líf.

Rómverjabréfið 5:8

En Guð auðsýnir kærleika sinn til okkar í því að Kristur dó fyrir okkur meðan við enn vorum í syndum okkar.
Allir eru syndarar


Rómverjabréfið 3:23

Allir hafa syndgað og skortir Guðs dýrð.

Rómverjabréfið 3:10

Eins og ritað er: Enginn er réttlátur, ekki einn,
Afleiðing syndarinnar


Rómverjabréfið 6:23a

Því að laun syndarinnar eru dauði …
Hjálpráð Guðs gegn syndinni


Rómverjabréfið 6:23b

… en náðargjöf Guðs er eilíft líf í Kristi Jesú, Drottni vorum.

Jóhannesarguðspjall 1:12

En öllum þeim sem tóku við honum gaf hann rétt til að verða Guðs börn, þeim sem trúa á nafn hans.

Fyrra Korintubréf 15:3-4

Því það kenndi ég ykkur fyrst og fremst, sem ég einnig hef meðtekið, að Kristur dó vegna synda okkar samkvæmt ritningunum, að hann var grafinn, að hann reis upp á þriðja degi samkvæmt ritningunum.
Allir geta nú frelsast


Opinberunarbókin 3:20

Ég stend við dyrnar og kný á. Ef einhver heyrir raust mína og lýkur upp dyrunum mun ég fara inn til hans og neyta kvöldverðar með honum og hann með mér.

Rómverjabréfið 10:13

Því að hver sem ákallar nafn Drottins verður hólpinn.

Speki til sáluhjálpar

Allir haf syndgað


Allir hafa syndgað og skortir Guðs dýrð. Eins og ritað er: Ekki er neinn réttlátur, ekki einn. - Róm. 3:23. og 10. vers
Hjálpræði Guðs


Og þeir réttlætast án verðskuldunar af náð hans fyrir endurlausnina, sem er í Kristi Jesú. - Róm. 3:24 En hann var særður vegna vorra synda og kraminn vegna vorra misgjörða. Hegningin, sem vér höfðum til unnið, kom niður á honum, og fyrir hans benjar urðum vér heilbrigðir. Vér fórum allir villir vega sem sauðir, stefndum hver sína leið, en Drottinn lét misgjörð vor allra koma niður á honum. - Jes. 53:5-6 Því það kenndi ég yður fyrst og fremst, sem ég einnig hef meðtekið, að Kristur dó vegna vorra synda samkvæmt ritningunum, að hann var grafinn, að hann reis upp á þriðja degi samkvæmt ritningunum. - I. Kor. 15:3-4
Fullkomnað hjálpræði fyrir þig


Trú þú á Drottin Jesú, og þú munt verða hólpinn og heimili þitt. - Post. 16:31 Hver sem ákallar nafn Drottins, mun hólpinn verða. - Róm. 10:13 Sannlega, sannlega segi ég yður: Sá sem heyrir orð mitt og trúir þeim, sem sendi mig, hefur eilíft líf og kemur ekki til dóms, heldur er hann stiginn yfir frá dauðanum til lífsins. - Jóh. 5:24
Helgun


Með hverju getur ungur maður haldið vegi sínum hreinum? Með því að gefa gaum að orði þínu. - Sálm. 119:9 En ef vér göngum í ljósinu, eins og hann er sjálfur í ljósinu, þá höfum vér samfélag hver við annan og blóð Jesú, sonar hans, hreinsar oss af allri synd. - I. Jóh. 1:7