top of page

Biblían lýsir:

  • Huga Guðs

  • Ástandi mannsins

  • Vegi hjálpræðisins

  • Dómi Guðs yfir syndaranum

  • Sælu hins trúaða

Kenning hennar er heilög, boðorð hennar bindandi, frásagnir hennar sannar og úrskurður hennar óbreytanlegur. Lestu hana svo að þú verðir vitur, trúðu henni þér til sáluhjálpar og breyttu eftir orðum hennar þér til helgunar. Hún er ljós sem lýsir, andleg næring, sannur gleðigjafi og hughreysting.

 

Biblían er:

  • Vegakort ferðamannsins

  • Stafur pílagrímsins

  • Áttaviti leiðsögumannsins

  • Sverð hermannsins

  • Frelsisskrá kristins manns

 

Þar er:

  • Paradís endurheimt

  • Himninum lokið upp

  • Hlið heljar afhjúpuð

 

Kristur er kjarni Biblíunnar, velferð okkar tilgangur hennar og dýrð Guðs takmark hennar.

Biblían ætti að fylla hug okkar og hjarta, stjórna lífi okkar og beina okkur á friðarveg. Lestu hana reglulega með íhugun og bæn í hjarta. Hún er náma andlegrar auðlegðar, opinberun náðarinnar og uppspretta sannrar gleði. Hún er þér gefin hér í heimi og verður opnuð í dómi efsta dags. Orð hennar munu aldrei líða undir lok. Hún felur í sér dýpstu ábyrgð, launar hið mesta erfiði og fyrirdæmir þá sem fara léttúðlega með heilög orð hennar.

bottom of page