Vísanir við ýmsar aðstæður

Hvar finnur þú hjálp þegar...

Þú ert hrædd(ur)


Sálmarnir 91 Sá er situr í skjóli Hins hæsta
og dvelst í skugga Hins almáttka
segir við Drottin:
„Hæli mitt og háborg,
Guð minn, er ég trúi á.“
Hann frelsar þig úr snöru fuglarans,
frá drepsótt eyðingarinnar,
hann skýlir þér með fjöðrum sínum,
undir vængjum hans mátt þú hælis leita,
trúfesti hans er skjöldur og vígi.
Eigi þarft þú að óttast ógnir næturinnar
eða örina sem flýgur um daga,
drepsóttina sem læðist um í dimmunni
eða sýkina sem geisar um hádegið.
Þótt þúsund falli þér við hlið
og tíu þúsund þér til hægri handar
þá nær það ekki til þín.
Þú munt sjá með eigin augum,
horfa á hvernig óguðlegum er endurgoldið.
Þitt hæli er Drottinn,
þú hefur gert Hinn hæsta að athvarfi þínu.
Engin ógæfa hendir þig
og engin plága nálgast tjald þitt
því að þín vegna býður hann út englum sínum
til þess að gæta þín á öllum vegum þínum.
Þeir munu bera þig á höndum sér
svo að þú steytir ekki fót þinn við steini.
Þú munt stíga yfir ljón og nöðru,
troða fótum ungljón og dreka.
Þar sem hann er mér trúr bjarga ég honum,
ég vernda hann því að hann þekkir nafn mitt.
Ákalli hann mig mun ég bænheyra hann,
ég er hjá honum í neyðinni,
ég frelsa hann og geri hann vegsamlegan.
Ég metta hann með fjöld lífdaga
og læt hann sjá hjálpræði mitt. Sálmarnir118:5-6 Í þrengingunni ákallaði ég Drottin, hann bænheyrði mig og rýmkaði um mig. Drottinn er með mér, ég óttast eigi, hvað geta menn gert mér? Lúkasarguðspjall 8:22-25 Dag einn fór Jesús út í bát og lærisveinar hans. Hann sagði við þá: „Förum yfir um vatnið.“ Og þeir létu frá landi. En sem þeir sigldu sofnaði hann. Þá skall stormhrina á vatnið svo að nær fyllti bátinn og voru þeir hætt komnir. Þeir fóru þá til Jesú, vöktu hann og sögðu: „Meistari, meistari, við förumst!“ En Jesús vaknaði og hastaði á vindinn og öldurótið og slotaði þegar og gerði logn. Og hann sagði við þá: „Hvar er trú ykkar?“ En þeir urðu hræddir og undruðust og sögðu hver við annan: „Hver er þessi? Hann skipar bæði vindum og vatni og hvort tveggja hlýðir honum.“
Þú ert kvíðafull(ur)


Matteusarguðspjall 6:31-34 Segið því ekki áhyggjufull: Hvað eigum vér að eta? Hvað eigum vér að drekka? Hverju eigum vér að klæðast? Allt þetta stunda heiðingjarnir og yðar himneski faðir veit að þér þarfnist alls þessa. En leitið fyrst ríkis hans og réttlætis, þá mun allt þetta veitast yður að auki. Hafið því ekki áhyggjur af morgundeginum. Morgundagurinn mun hafa sínar áhyggjur. Hverjum degi nægir sín þjáning. Filippíbréfið 4:6-7 Verið ekki hugsjúk um neitt heldur gerið í öllum hlutum óskir ykkar kunnar Guði með bæn og beiðni og þakkargjörð. Og friður Guðs, sem er æðri öllum skilningi, mun varðveita hjörtu ykkar og hugsanir ykkar í Kristi Jesú. Sálmarnir 46 Til söngstjórans. Eftir Kóraíta. Fyrir kvenraddir. Ljóð.
Guð er oss hæli og styrkur,
örugg hjálp í nauðum.
Því óttumst vér eigi þótt jörðin haggist
og fjöllin steypist í djúp hafsins,
þótt vötnin dynji og ólgi,
þótt fjöllin riði af ofsa þeirra. (Sela)
Elfur kvíslast og gleðja Guðs borg,
heilagan bústað Hins hæsta.
Guð býr í henni miðri, hún bifast ekki,
Guð hjálpar henni þegar birtir af degi.
Þjóðir geisuðu, ríki riðuðu,
raust hans þrumaði, jörðin nötraði.
Drottinn hersveitanna er með oss,
Jakobs Guð vort vígi. (Sela)
Komið, sjáið dáðir Drottins,
hann veldur eyðingu á jörðu.
Hann stöðvar stríð til endimarka jarðar,
brýtur bogann, mölvar spjótið,
brennir skildi í eldi.
Hættið og játið að ég er Guð,
hafinn yfir þjóðir, upphafinn á jörðu.
Drottinn hersveitanna er með oss,
Jakobs Guð vort vígi.
Þú ert full(ur) sektarkenndar


Fyrsta Jóhannesarbréf 1:8-9 Ef við segjum: „Við höfum ekki synd,“ þá blekkjum við sjálf okkur og sannleikurinn er ekki í okkur. Ef við játum syndir okkar, þá er hann trúr og réttlátur svo að hann fyrirgefur okkur syndirnar og hreinsar okkur af öllu ranglæti. Sálmarnir 51 Til söngstjórans. Sálmur Davíðs, þegar Natan spámaður kom til hans eftir að Davíð hafði gengið inn til Batsebu.
Guð, vertu mér náðugur sakir elsku þinnar,
afmá brot mín sakir þinnar miklu miskunnsemi.
Þvo mig hreinan af misgjörð minni,
hreinsa mig af synd minni.
Ég þekki sjálfur afbrot mín
og synd mín stendur mér stöðugt fyrir hugskotssjónum.
Gegn þér einum hef ég syndgað
og gert það sem illt er í augum þínum.
Því ert þú réttlátur er þú talar,
hreinn er þú dæmir.
Sjá, sekur er ég fæddur,
syndugur er móðir mín ól mig.
Þú hefur þóknun á hreinskilni hið innra
og í fylgsnum hjartans kennir þú mér visku.
Hreinsa mig með ísóp af synd minni,
þvo mig svo að ég verði hvítari en mjöll.
Lát mig heyra fögnuð og gleði,
lát kætast beinin sem þú hefur sundur marið.
Snú augliti þínu frá syndum mínum
og afmá allar misgjörðir mínar.
Skapa í mér hreint hjarta, ó Guð,
og veit mér nýjan, stöðugan anda.
Varpa mér ekki burt frá augliti þínu
og tak ekki þinn heilaga anda frá mér.
Veit mér aftur fögnuð þíns hjálpræðis
og styð mig með fúsleiks anda.
Þá mun ég vísa brotlegum vegu þína
svo að syndarar hverfi aftur til þín.
Frelsa mig frá blóðskuld, Drottinn, Guð hjálpræðis míns,
að tunga mín fagni yfir réttlæti þínu.
Drottinn, opna varir mínar
að munnur minn kunngjöri lof þitt.
Þú hefur ekki þóknun á sláturfórnum
og færi ég þér brennifórn tekur þú ekki við henni.
Guði þekkar fórnir eru sundurmarinn andi.
Sundurmarið og sundurkramið hjarta
munt þú, ó Guð, eigi fyrirlíta.
Ger vel við Síon sakir náðar þinnar,
reis múra Jerúsalem.
Þá munt þú þóknun hafa á réttum fórnum,
á brennifórn og alfórn,
þá verða naut lögð á altari þitt.
Þú ert kjarklaus


Sálmarnir34 Sálmur Davíðs þá er hann gerði sér upp vitfirringu frammi fyrir Abímelek svo að Abímelek rak hann í burt og hann fór.
Ég vil vegsama Drottin alla tíma,
ætíð sé lof hans mér í munni.
Ég hrósa mér af Drottni,
hinir snauðu skulu heyra það og fagna.
Vegsamið Drottin ásamt mér,
tignum nafn hans einum hug.
Ég leitaði Drottins og hann svaraði mér,
frelsaði mig frá öllu sem ég hræddist.
Lítið upp til hans og ljómið af gleði,
þá munuð þér aldrei roðna af skömm.
Hér er vesæll maður sem hrópaði
og Drottinn bænheyrði hann
og hjálpaði honum úr öllum nauðum hans.
Engill Drottins
setur vörð kringum þá sem óttast hann
og frelsar þá.
Finnið og sjáið að Drottinn er góður,
sæll er sá maður sem leitar hælis hjá honum.
Óttist Drottin, þér hans heilögu,
því að þeir sem óttast hann líða engan skort.
Ljón búa við skort og svelta
en þeir er leita Drottins fara einskis góðs á mis.
Komið börn, hlýðið á mig,
ég vil kenna yður að óttast Drottin.
Ef einhver óskar lífs,
þráir lífdaga til þess að njóta hamingjunnar,
þá varðveit tungu þína frá illu
og varir þínar frá svikatali.
Forðastu illt og gerðu gott,
leitaðu friðar og leggðu stund á hann.
Augu Drottins hvíla á réttlátum
og eyru hans gefa gaum að hrópi þeirra.
Auglit Drottins beinist gegn illvirkjum
til þess að afmá minningu þeirra af jörðinni.
Þegar réttlátir hrópa heyrir Drottinn,
hann bjargar þeim úr öllum nauðum þeirra.
Drottinn er nálægur þeim sem hafa sundurmarið hjarta,
hann hjálpar þeim sem hafa sundurkraminn anda.
Margar eru raunir réttláts manns
en Drottinn frelsar hann úr þeim öllum.
Hann gætir allra beina hans,
ekki eitt þeirra skal brotið.
Ógæfa drepur óguðlegan mann,
þeir er hata hinn réttláta verða sekir fundnir.
Drottinn frelsar líf þjóna sinna,
enginn sem leitar hælis hjá honum mun sekur fundinn.
Þú verður fyrir áfalli


Sálmarnir 91 Sá er situr í skjóli Hins hæsta
og dvelst í skugga Hins almáttka
segir við Drottin:
„Hæli mitt og háborg,
Guð minn, er ég trúi á.“
Hann frelsar þig úr snöru fuglarans,
frá drepsótt eyðingarinnar,
hann skýlir þér með fjöðrum sínum,
undir vængjum hans mátt þú hælis leita,
trúfesti hans er skjöldur og vígi.
Eigi þarft þú að óttast ógnir næturinnar
eða örina sem flýgur um daga,
drepsóttina sem læðist um í dimmunni
eða sýkina sem geisar um hádegið.
Þótt þúsund falli þér við hlið
og tíu þúsund þér til hægri handar
þá nær það ekki til þín.
Þú munt sjá með eigin augum,
horfa á hvernig óguðlegum er endurgoldið.
Þitt hæli er Drottinn,
þú hefur gert Hinn hæsta að athvarfi þínu.
Engin ógæfa hendir þig
og engin plága nálgast tjald þitt
því að þín vegna býður hann út englum sínum
til þess að gæta þín á öllum vegum þínum.
Þeir munu bera þig á höndum sér
svo að þú steytir ekki fót þinn við steini.
Þú munt stíga yfir ljón og nöðru,
troða fótum ungljón og dreka.
Þar sem hann er mér trúr bjarga ég honum,
ég vernda hann því að hann þekkir nafn mitt.
Ákalli hann mig mun ég bænheyra hann,
ég er hjá honum í neyðinni,
ég frelsa hann og geri hann vegsamlegan.
Ég metta hann með fjöld lífdaga
og læt hann sjá hjálpræði mitt. Sálmarnir 55:17-18 En ég hrópa til Guðs
og Drottinn mun hjálpa mér.
Morgun, kvöld og miðjan dag
kveina ég og styn
og hann bænheyrir mig Sálmarnir 55:23 Varpa áhyggjum þínum á Drottin,
hann mun bera umhyggju fyrir þér,
aldrei að eilífu
lætur hann réttlátan mann hrasa.
Þú ert veik(ur) í trúnni


Sálmarnir 42:6 Hví ert þú buguð, sál mín, og ólgar í mér?
Vona á Guð
því að enn mun ég fá að lofa hann,
hjálpræði auglitis míns og Guð minn. Sálmarnir 42:12 Hví ert þú buguð, sál mín, og ólgar í mér?
Vona á Guð
því að enn mun ég fá að lofa hann,
hjálpræði auglitis míns og Guð minn. Síðara Korintubréf 4:16-18 Fyrir því læt ég ekki hugfallast. Jafnvel þótt minn ytri maður hrörni þá endurnýjast dag frá degi minn innri maður. Þrenging mín er skammvinn og léttbær og aflar mér eilífrar dýrðar sem stórum yfirgnæfir allt. Ég horfi ekki á hið sýnilega heldur hið ósýnilega. Hið sýnilega er stundlegt en hið ósýnilega eilíft. Hebreabréfið 11 Trúin er fullvissa um það sem menn vona, sannfæring um þá hluti sem eigi er auðið að sjá. Fyrir trú hlutu mennirnir fyrr á tíðum velþóknun Guðs.
Fyrir trú skiljum við að Guð skapaði heimana með orði sínu og að hið sýnilega varð til af hinu ósýnilega.
Fyrir trú bar Abel fram fyrir Guð betri fórn en Kain af því að hann treysti Guði, og fyrir trú fékk hann þann vitnisburð að hann væri réttlátur er Guð bar vitni um fórn hans. Með trú sinni talar hann enn þótt dáinn sé.
Fyrir trú var Enok burt numinn til þess að hann skyldi ekki deyja eins og ritað er: „Ekki var hann framar að finna af því að Guð hafði numið hann burt.“ Áður en hann var burt numinn hafði hann fengið þann vitnisburð „að hann hefði verið Guði þóknanlegur“. Ógerlegt er að þóknast Guði án trúar því að sá sem vill nálgast Guð verður að trúa því að hann sé til og að hann umbuni þeim er leita hans.
Fyrir trú fékk Nói bendingu um það sem enn þá var ekki auðið að sjá. Hann hlýddi Guði og smíðaði örk til þess að bjarga heimilisfólki sínu. Með trú sinni sýndi hann að heimurinn hafði á röngu að standa og varð erfingi réttlætisins af trúnni.
Fyrir trú hlýddi Abraham, er hann var kallaður, og fór burt til staðar sem hann átti að fá til eignar. Hann fór burt og vissi ekki hvert leiðin lá. Fyrir trú settist hann að í hinu fyrirheitna landi eins og útlendingur og hafðist við í tjöldum ásamt Ísak og Jakobi sem Guð hafði heitið því sama og honum. Því að hann vænti þeirrar borgar sem hefur traustan grunn, þeirrar sem Guð hannaði og reisti.
Fyrir trú öðlaðist Abraham kraft til að eignast son og þó var Sara óbyrja og hann kominn yfir aldur. Hann treysti þeim sem fyrirheitið hafði gefið. Þess vegna kom út af honum, einum manni, og það mjög ellihrumum, slík niðjamergð sem stjörnur eru á himni og sandkorn á sjávarströnd er ekki verður tölu á komið.
Allir þessir menn dóu í trú án þess að hafa öðlast fyrirheitin. Þeir sáu þau álengdar og fögnuðu þeim og játuðu að þeir væru gestir og útlendingar á jörðinni. Þeir sem slíkt mæla sýna með því að þeir eru að leita eigin ættjarðar. Hefðu þeir haft í huga ættjörðina sem þeir fóru frá, hefðu þeir haft tíma til að snúa þangað aftur. En nú þráðu þeir betri ættjörð og himneska. Þess vegna blygðast Guð sín ekki fyrir að kallast Guð þeirra því að borg bjó hann þeim.
Fyrir trú fórnfærði Abraham Ísak er hann var reyndur. Og Abraham, sem fengið hafði fyrirheitin, var reiðubúinn að fórnfæra einkasyni sínum. Við Abraham hafði Guð mælt: „Afkomendur Ísaks munu taldir verða niðjar þínir.“ Hann hugði að Guð væri þess jafnvel megnugur að vekja upp frá dauðum og hann heimti líka son sinn úr helju ef svo má að orði komast.
Fyrir trú blessaði Ísak þá Jakob og Esaú einnig fyrir ókomna tíma.
Fyrir trú blessaði Jakob, að dauða kominn, báða sonu Jósefs, „laut fram á stafshúninn og baðst fyrir“.
Fyrir trú minntist Jósef við ævilokin á brottför Ísraelsmanna og gerði ráðstöfun fyrir beinum sínum.
Fyrir trú leyndu foreldrar Móse honum í þrjá mánuði eftir fæðingu hans af því að þeir sáu að sveinninn var fríður og létu eigi skelfast af skipun konungsins. Fyrir trú hafnaði Móse því er hann var orðinn fulltíða maður að vera talinn dóttursonur faraós og kaus fremur að þola illt með lýð Guðs en njóta skammvinns unaðar af syndinni. Hann taldi háðung vegna Krists meiri auð en fjársjóðu Egyptalands því að hann horfði fram til launanna. Fyrir trú yfirgaf hann Egyptaland og óttaðist ekki reiði konungsins en var öruggur eins og hann sæi hinn ósýnilega. Fyrir trú hélt hann páska og lét rjóða blóðinu á húsin til þess að eyðandinn snerti ekki frumburðina. Fyrir trú gengu þeir gegnum Rauðahafið sem um þurrt land og er Egyptar freistuðu þess drukknuðu þeir.
Fyrir trú hrundu múrar Jeríkóborgar er menn höfðu gengið í kringum þá í sjö daga. Fyrir trú tók skækjan Rahab vinsamlega á móti njósnarmönnunum og fyrir bragðið fórst hún ekki ásamt hinum óhlýðnu.
Hvað á ég að orðlengja framar um þetta? Mig mundi skorta tíma ef ég færi að segja frá Gídeon, Barak, Samson og Jefta og af Davíð, Samúel og spámönnunum. Fyrir trú unnu þeir sigur á konungsríkjum, iðkuðu réttlæti, öðluðust fyrirheit. Þeir byrgðu gin ljóna, slökktu eldsbál, komust undan sverðseggjum. Þeir urðu styrkir þótt áður væru þeir veikir, gerðust öflugir í stríði og stökktu fylkingum óvina á flótta. Konur heimtu sína framliðnu úr helju. Aðrir voru pyndaðir og þágu ekki lausn til þess að öðlast betri upprisu. Aðrir urðu að sæta háðsyrðum og húðstrokum og þar á ofan fjötrum og fangelsi. Þeir voru grýttir, sagaðir í sundur,[ höggnir með sverði. Þeir ráfuðu í gærum og geitaskinnum, alls vana, aðþrengdir og illa haldnir. Ekki átti heimurinn slíka menn skilið. Þeir reikuðu um óbyggðir og fjöll og héldust við í hellum og gjótum.
En þó að allir þessir menn fengju góðan vitnisburð fyrir trú sína fengu þeir þó ekki að sjá fyrirheitið rætast. Guð hafði séð okkur fyrir því sem betra var: Án okkar skyldu þeir ekki fullkomnir verða.
Þú ert niðurdreginn


Sálmarnir 23 Drottinn er minn hirðir,
mig mun ekkert bresta.
Á grænum grundum lætur hann mig hvílast,
leiðir mig að vötnum þar sem ég má næðis njóta. [
Hann hressir sál mína,
leiðir mig um rétta vegu
fyrir sakir nafns síns.
Þótt ég fari um dimman dal
óttast ég ekkert illt
því að þú ert hjá mér,
sproti þinn og stafur hugga mig.
Þú býrð mér borð
frammi fyrir fjendum mínum,
þú smyrð höfuð mitt með olíu,
bikar minn er barmafullur.
Gæfa og náð fylgja mér
alla ævidaga mína
og í húsi Drottins
bý ég langa ævi. Sálmarnir 40:2-3 Stöðugt vonaði ég á Drottin
og hann laut niður að mér og heyrði ákall mitt.
Hann dró mig upp úr glötunargröfinni,
upp úr fúafeni,
veitti mér fótfestu á kletti
og gerði mig styrkan í gangi. Sálmarnir 43:5 Hví ert þú buguð, sál mín,
og ólgar í mér?
Vona á Guð
því að enn mun ég fá að lofa hann,
hjálpræði auglitis míns og Guð minn.
Þú efast um Guð


Jóhannesarguðspjall 14:1 Hjarta yðar skelfist ekki. Trúið á Guð og trúið á mig. Jóhannesarguðspjall 14:6-7 Jesús segir við hann: „Ég er vegurinn, sannleikurinn og lífið. Enginn kemur til föðurins nema fyrir mig. Ef þér hafið þekkt mig munuð þér og þekkja föður minn. Héðan af þekkið þér hann og hafið séð hann.“ Jóhannesarguðspjall 10:14-15 Ég er góði hirðirinn og þekki mína og mínir þekkja mig eins og faðirinn þekkir mig og ég þekki föðurinn. Ég legg líf mitt í sölurnar fyrir sauðina. Jóhannesarguðspjall 1:18 Enginn hefur nokkurn tíma séð Guð. Sonurinn eini, Guð, sem er í faðmi föðurins, hann hefur birt hann.
Vinir bregðast


Lúkasarguðspjall 17:3-4 Hafið gát á sjálfum yður. Ef bróðir þinn syndgar, þá ávíta hann og ef hann sér að sér, þá fyrirgef honum. Og þótt hann misgeri við þig sjö sinnum á dag og snúi sjö sinnum aftur til þín og segi: Ég iðrast, þá skalt þú fyrirgefa honum.“
Þú ferð að heiman


Orðskviðirnir 3:5-6 Treystu Drottni af öllu hjarta
en reiddu þig ekki á eigið hyggjuvit.
Minnstu hans á öllum vegum þínum,
þá mun hann gera leiðir þínar greiðar. Sálmarnir 119:105 Þitt orð er lampi fóta minna
og ljós á vegum mínum.
Þú ert einmana


Sálmarnir 23 Drottinn er minn hirðir,
mig mun ekkert bresta.
Á grænum grundum lætur hann mig hvílast,
leiðir mig að vötnum þar sem ég má næðis njóta. [
Hann hressir sál mína,
leiðir mig um rétta vegu
fyrir sakir nafns síns.
Þótt ég fari um dimman dal
óttast ég ekkert illt
því að þú ert hjá mér,
sproti þinn og stafur hugga mig.
Þú býrð mér borð
frammi fyrir fjendum mínum,
þú smyrð höfuð mitt með olíu,
bikar minn er barmafullur.
Gæfa og náð fylgja mér
alla ævidaga mína
og í húsi Drottins
bý ég langa ævi. Matteusarguðspjall 11:28 Komið til mín, öll þér sem erfiðið og þunga eruð hlaðin, og ég mun veita yður hvíld.
Þú þarfnast leiðbeiningar


Sálmarnir 32:8 Ég vil fræða þig, vísa þér veginn
sem þú átt að ganga,
ég vil gefa þér ráð, vaka yfir þér. Orðskviðirnir 3:5-6 Treystu Drottni af öllu hjarta
en reiddu þig ekki á eigið hyggjuvit.
Minnstu hans á öllum vegum þínum,
þá mun hann gera leiðir þínar greiðar. Rómverjabréfið 12 Því brýni ég ykkur, systkin, að þið vegna miskunnar Guðs bjóðið fram sjálf ykkur að lifandi, heilagri, Guði þóknanlegri fórn. Það er sönn guðsdýrkun af ykkar hendi. Fylgið ekki háttsemi þessa heims. Látið heldur umbreytast með hinu nýja hugarfari og lærið svo að skilja hver sé vilji Guðs, hið góða, fagra og fullkomna.
Fyrir þá náð sem mér er gefin segi ég ykkur öllum: Enginn hugsi hærra um sjálfan sig en hugsa ber heldur í réttu hófi, og hver og einn haldi sér við þann mæli trúar sem Guð hefur úthlutað honum.
Við höfum á einum líkama marga limi en limirnir hafa ekki allir sama starfa. Eins erum við, þótt mörg séum, einn líkami í Kristi en hvert um sig annars limir. Við eigum margvíslegar náðargáfur samkvæmt þeirri náð sem Guð hefur gefið. Sé það spádómsgáfa þá notum hana í samræmi við trúna, sé það þjónustustarf skal gegna því, sé það kennsla skal sinna henni, sá sem hvetja skal geri það, sá sem gefur sé örlátur. Sá sem veitir forstöðu sé kostgæfinn og sá sem vinnur miskunnarverk geri það með gleði.
Elskan sé flærðarlaus. Hafið andstyggð á hinu vonda en haldið fast við hið góða. Verið ástúðleg hvert við annað í bróðurlegum kærleika og keppist um að sýna hvert öðru virðingu. Verið ekki hálfvolg í áhuganum, verið brennandi í andanum. Þjónið Drottni. Verið glöð í voninni, þolinmóð í þjáningunni, staðföst í bæninni. Takið þátt í þörfum heilagra. Leggið stund á gestrisni.
Blessið þá er ofsækja ykkur. Blessið en bölvið ekki. Fagnið með fagnendum, grátið með grátendum. Berið sama hug til allra, verið ekki stórlát, umgangist fúslega lítilmagna. Oftreystið ekki eigin hyggindum. Gjaldið engum illt fyrir illt. Stundið það sem fagurt er fyrir sjónum allra manna. Hafið frið við alla menn að því leyti sem það er unnt og á ykkar valdi. Leitið ekki hefnda sjálf, mín elskuðu, látið reiði Guðs um að refsa eins og ritað er: „Mín er hefndin, ég mun endurgjalda,“ segir Drottinn. En „ef óvin þinn hungrar þá gef honum að eta, ef hann þyrstir þá gef honum að drekka. Með því að gera þetta safnar þú glóðum elds á höfuð honum.“ Lát ekki hið illa sigra þig en sigra þú illt með góðu. Jakobsbréfið 1:5 Ef einhvern mann í ykkar hópi brestur visku, þá biðji hann Guð sem gefur öllum örlátlega og átölulaust og honum mun gefast. Sálmarnir 37:5 Fel Drottni vegu þína og treyst honum,
hann mun vel fyrir sjá.
Þú þarfnast friðar


Jóhannesarguðspjall 16:33 Þetta hef ég talað við yður svo að þér eigið frið í mér. Í heiminum hafið þér þrenging. En verið hughraustir. Ég hef sigrað heiminn. Rómverjabréfið 5:1-5 Réttlætt af trú höfum við því frið við Guð sakir Drottins vors Jesú Krists. Hann hefur veitt okkur aðgang að þeirri náð sem við lifum í og við fögnum í voninni um dýrð Guðs. En ekki aðeins það: Við fögnum líka í þrengingum þar eð við vitum að þrengingin veitir þolgæði en þolgæði gerir mann fullreyndan og fullreyndur á vonina. Og vonin bregst okkur ekki. Því að kærleikur Guðs hefur streymt inn í hjörtu okkar með heilögum anda sem okkur er gefinn. Filippíbréfið 4:6-7 Verið ekki hugsjúk um neitt heldur gerið í öllum hlutum óskir ykkar kunnar Guði með bæn og beiðni og þakkargjörð. Og friður Guðs, sem er æðri öllum skilningi, mun varðveita hjörtu ykkar og hugsanir ykkar í Kristi Jesú.
Þú ert veik(ur)


Jakobsbréfið 5:14-15 Sé einhver sjúkur ykkar á meðal, þá kalli hann til sín öldunga safnaðarins og þeir skulu smyrja hann með olíu í nafni Drottins og biðja fyrir honum. Trúarbænin mun gera hinn sjúka heilan og Drottinn mun reisa hann á fætur. Þær syndir, sem hann kann að hafa drýgt, verða honum fyrirgefnar. Síðara Korintubréf 12:9-10 Og hann hefur svarað mér: „Náð mín nægir þér því að mátturinn fullkomnast í veikleika.“ Því vil ég helst hrósa mér af veikleika mínum til þess að kraftur Krists megi taka sér bústað í mér. Þess vegna uni ég mér vel í veikleika, í misþyrmingum, í nauðum, í ofsóknum, í þrengingum vegna Krists. Þegar ég er veikur þá er ég máttugur.
Þú ert hrygg(ur)


Matteusarguðspjall 5:4 Sælir eru syrgjendur því að þeir munu huggaðir verða. Sálmarnir 23 Drottinn er minn hirðir,
mig mun ekkert bresta.
Á grænum grundum lætur hann mig hvílast,
leiðir mig að vötnum þar sem ég má næðis njóta. [
Hann hressir sál mína,
leiðir mig um rétta vegu
fyrir sakir nafns síns.
Þótt ég fari um dimman dal
óttast ég ekkert illt
því að þú ert hjá mér,
sproti þinn og stafur hugga mig.
Þú býrð mér borð
frammi fyrir fjendum mínum,
þú smyrð höfuð mitt með olíu,
bikar minn er barmafullur.
Gæfa og náð fylgja mér
alla ævidaga mína
og í húsi Drottins
bý ég langa ævi. Sálmarnir 147:3 Hann græðir þá sem hafa sundurkramið hjarta
og bindur um benjar þeirra.
Þín er freistað


Jakobsbréfið 4:7 Gefið ykkur því Guði á vald, standið gegn djöflinum og þá mun hann flýja ykkur. Fyrra Korintubréf 10:12-13 Sá er hyggst standa gæti því vel að sér að hann falli ekki. Þið hafið ekki reynt nema það sem menn geta þolað. Guð er trúr og lætur ekki reyna ykkur um megn fram heldur mun hann, þegar hann reynir ykkur, einnig sjá um að þið fáið staðist.
Þú ert þakklát(ur)


Sálmarnir 100 Öll veröldin fagni fyrir Drottni.
Þjónið Drottni með gleði,
komið fyrir auglit hans með fagnaðarsöng.
Játið að Drottinn er Guð,
hann hefur skapað oss og hans erum vér,
lýður hans og gæsluhjörð.
Gangið inn um hlið hans með þakkargjörð,
í forgarða hans með lofsöng.
Lofið hann, tignið nafn hans,
því að Drottinn er góður,
miskunn hans varir að eilífu
og trúfesti hans frá kyni til kyns. Sálmarnir 117 Lofið Drottin, allar þjóðir,
vegsamið hann, allir lýðir,
því að miskunn hans er voldug yfir oss
og trúfesti Drottins varir að eilífu.
Hallelúja. Fyrra Þessaloníkubréf 5:18 Þakkið alla hluti því að það er vilji Guðs með ykkur í Kristi Jesú.
Þú ert í vanda


Sálmur 13 Hve lengi, Drottinn, ætlar þú að gleyma mér með öllu?
Hve lengi ætlar þú að hylja auglit þitt fyrir mér?
Hve lengi á ég að hafa beyg í brjósti,
sorg í hjarta dag frá degi?
Hve lengi á fjandmaður minn að hrósa sigri yfir mér?
Lít til mín, svara mér, Drottinn, Guð minn.
Tendra ljós augna minna
svo að ég sofni ekki svefni dauðans
og fjandmaður minn geti ekki sagt: „Ég hef sigrast á honum,“
og óvinir mínir fagni ekki yfir því að mér skrikaði fótur.
Ég treysti gæsku þinni, hjarta mitt gleðst yfir hjálp þinni.
Ég vil syngja Drottni lof
því að hann hefur gert vel til mín. Sálmur 71 Hjá þér, Drottinn, leita ég hælis,
lát mig aldrei verða til skammar.
Frelsa mig, bjarga mér eftir réttlæti þínu,
hneig eyra þitt að mér og hjálpa mér.
Ver mér verndarbjarg,
vígi mér til hjálpar
því að þú ert bjarg mitt og vígi.
Guð minn, bjarga mér úr hendi guðlausra,
úr greipum kúgara og harðstjóra.
Þú ert von mín, Drottinn,
þú, Drottinn, ert athvarf mitt frá æsku,
frá móðurlífi hef ég stuðst við þig,
frá móðurskauti hefur þú verndað mig,
um þig hljómar ætíð lofsöngur minn.
Ég er orðinn mörgum sem teikn
en þú ert mér öruggt hæli.
Munnur minn er fullur lofgjörðar um þig,
af lofsöng um dýrð þína allan daginn.
Útskúfa mér ekki í elli minni,
yfirgef mig eigi er þróttur minn þverr.
Því að óvinir mínir tala um mig,
þeir sem sitja um líf mitt ráða ráðum sínum
og segja: „Guð hefur yfirgefið hann.
Eltið hann og grípið því að enginn bjargar honum.“
Guð, ver eigi fjarri mér,
Guð minn, skunda mér til hjálpar.
Þeir sem ógna mér farist með skömm,
þeir sem óska mér ógæfu
hljóti háðung og smán.
En ég mun sífellt vona
og auka enn á lofstír þinn.
Munnur minn mun boða réttlæti þitt
og allan daginn velgjörðir þínar
sem ég hef eigi tölu á.
Ég vil lofsyngja máttarverk þín, Drottinn Guð,
og lofa réttlæti þitt, það eitt.
Guð, þú hefur kennt mér frá æsku
og allt til þessa kunngjöri ég dásemdarverk þín.
Yfirgef mig eigi, Guð,
þó að ég verði gamall og grár fyrir hærum,
að ég megi kunngjöra styrkleik þinn komandi kynslóð
og mátt þinn öllum óbornum.
Máttur þinn og réttlæti, ó Guð, nær til himins.
Þú hefur unnið stórvirki,
Guð minn, hver er sem þú?
Þú, sem lést mig reyna miklar þrautir og þrengingar,
munt lífga mig að nýju
og hefja mig aftur úr undirdjúpum jarðar.
Veit mér uppreisn æru
og snú þér til mín og hugga mig.
Þá mun ég lofa trúfesti þína með hörpuleik, Guð minn,
og leika á gígju þér til lofs,
þú Hinn heilagi í Ísrael.
Varir mínar skulu fagna
þegar ég leik fyrir þér
og sál mín sem þú hefur endurleyst.
Daglangt skal tunga mín vitna um réttlæti þitt
því að þeir sem vildu mér illt
urðu til skammar og hlutu smán.
Þú ert þreytt(ur)


Matteusarguðspjall 11:28-30 Komið til mín, öll þér sem erfiðið og þunga eruð hlaðin, og ég mun veita yður hvíld. Takið á yður mitt ok og lærið af mér því að ég er hógvær og af hjarta lítillátur og þá munuð þér finna hvíld sálum yðar. Því að mitt ok er ljúft og byrði mín létt.“
Þú ert áhyggjufull(ur)


Matteusarguðspjall 6:19-34 Safnið yður ekki fjársjóðum á jörðu þar sem mölur og ryð eyðir og þjófar brjótast inn og stela. Safnið yður heldur fjársjóðum á himni þar sem hvorki eyðir mölur né ryð og þjófar brjótast ekki inn og stela. Því hvar sem fjársjóður þinn er þar mun og hjarta þitt vera.
Augað er lampi líkamans. Sé auga þitt heilt mun allur líkami þinn bjartur. En sé auga þitt spillt verður allur líkami þinn dimmur. Ef nú ljósið í þér er myrkur, hvílíkt verður þá myrkrið. Enginn getur þjónað tveimur herrum. Annaðhvort hatar hann annan og elskar hinn eða þýðist annan og afrækir hinn. Þér getið ekki þjónað Guði og mammón. Því segi ég yður: Verið ekki áhyggjufull um líf yðar, hvað þér eigið að eta eða drekka né heldur um líkama yðar, hverju þér eigið að klæðast. Er lífið ekki meira en fæðan og líkaminn meira en klæðin? Lítið til fugla himinsins. Hvorki sá þeir né uppskera né safna í hlöður og faðir yðar himneskur fæðir þá. Eruð þér ekki miklu fremri þeim? Og hver yðar getur með áhyggjum aukið einni spönn við aldur sinn? Og hví eruð þér áhyggjufull um klæðnað? Hyggið að liljum vallarins, hversu þær vaxa. Hvorki vinna þær né spinna. En ég segi yður: Jafnvel Salómon í allri sinni dýrð var ekki svo búinn sem ein þeirra. Fyrst Guð skrýðir svo gras vallarins sem í dag stendur en á morgun verður í ofn kastað, skyldi hann þá ekki miklu fremur klæða yður, þér trúlítil! Segið því ekki áhyggjufull: Hvað eigum vér að eta? Hvað eigum vér að drekka? Hverju eigum vér að klæðast? Allt þetta stunda heiðingjarnir og yðar himneski faðir veit að þér þarfnist alls þessa. En leitið fyrst ríkis hans og réttlætis, þá mun allt þetta veitast yður að auki. Hafið því ekki áhyggjur af morgundeginum. Morgundagurinn mun hafa sínar áhyggjur. Hverjum degi nægir sín þjáning. Fyrra Pétursbréf 5:6-7 Beygið ykkur því undir Guðs voldugu hönd til þess að hann upphefji ykkur á sínum tíma. Varpið allri áhyggju ykkar á hann því að hann ber umhyggju fyrir ykkur. Sálmarnir 23 Drottinn er minn hirðir,
mig mun ekkert bresta.
Á grænum grundum lætur hann mig hvílast,
leiðir mig að vötnum þar sem ég má næðis njóta. [
Hann hressir sál mína,
leiðir mig um rétta vegu
fyrir sakir nafns síns.
Þótt ég fari um dimman dal
óttast ég ekkert illt
því að þú ert hjá mér,
sproti þinn og stafur hugga mig.
Þú býrð mér borð
frammi fyrir fjendum mínum,
þú smyrð höfuð mitt með olíu,
bikar minn er barmafullur.
Gæfa og náð fylgja mér
alla ævidaga mína
og í húsi Drottins
bý ég langa ævi.
Þú ert í burtu frá Guði


Sálmur 51 Guð, vertu mér náðugur sakir elsku þinnar,
afmá brot mín sakir þinnar miklu miskunnsemi.
Þvo mig hreinan af misgjörð minni,
hreinsa mig af synd minni.
Ég þekki sjálfur afbrot mín
og synd mín stendur mér stöðugt fyrir hugskotssjónum.
Gegn þér einum hef ég syndgað
og gert það sem illt er í augum þínum.
Því ert þú réttlátur er þú talar,
hreinn er þú dæmir.
Sjá, sekur er ég fæddur,
syndugur er móðir mín ól mig.
Þú hefur þóknun á hreinskilni hið innra
og í fylgsnum hjartans kennir þú mér visku.
Hreinsa mig með ísóp af synd minni,
þvo mig svo að ég verði hvítari en mjöll.
Lát mig heyra fögnuð og gleði,
lát kætast beinin sem þú hefur sundur marið.
Snú augliti þínu frá syndum mínum
og afmá allar misgjörðir mínar.
Skapa í mér hreint hjarta, ó Guð,
og veit mér nýjan, stöðugan anda.
Varpa mér ekki burt frá augliti þínu
og tak ekki þinn heilaga anda frá mér.
Veit mér aftur fögnuð þíns hjálpræðis
og styð mig með fúsleiks anda.
Þá mun ég vísa brotlegum vegu þína
svo að syndarar hverfi aftur til þín.
Frelsa mig frá blóðskuld, Drottinn, Guð hjálpræðis míns,
að tunga mín fagni yfir réttlæti þínu.
Drottinn, opna varir mínar
að munnur minn kunngjöri lof þitt.
Þú hefur ekki þóknun á sláturfórnum
og færi ég þér brennifórn tekur þú ekki við henni.
Guði þekkar fórnir eru sundurmarinn andi.
Sundurmarið og sundurkramið hjarta
munt þú, ó Guð, eigi fyrirlíta.
Ger vel við Síon sakir náðar þinnar,
reis múra Jerúsalem.
Þá munt þú þóknun hafa á réttum fórnum,
á brennifórn og alfórn,
þá verða naut lögð á altari þitt. Fyrsta Jóhannesarbréf 1:4-9 Þetta skrifum við til þess að fögnuður vor verði fullkominn. Og þetta er boðskapurinn sem við höfum heyrt af honum og boðum ykkur: „Guð er ljós og myrkur er alls ekki í honum.“ 6 Ef við segjum: „Við höfum samfélag við hann,“ og göngum þó í myrkrinu, þá ljúgum við og iðkum ekki sannleikann. 7 En ef við göngum í ljósinu, eins og hann sjálfur er í ljósinu, þá höfum við samfélag hvert við annað og blóð Jesú, sonar hans, hreinsar okkur af allri synd. 8 Ef við segjum: „Við höfum ekki synd,“ þá blekkjum við sjálf okkur og sannleikurinn er ekki í okkur. 9 Ef við játum syndir okkar, þá er hann trúr og réttlátur svo að hann fyrirgefur okkur syndirnar og hreinsar okkur af öllu ranglæti.
Þú örvæntir


Rómverjabréfið 8:31-39 Hvað eigum við þá að segja við þessu? Ef Guð er með okkur hver er þá á móti okkur? Hann sem þyrmdi ekki sínum eigin syni heldur framseldi hann fyrir okkur öll, hvort mundi hann ekki líka gefa okkur allt með honum? Hver skyldi ásaka Guðs útvöldu? Það er Guð sem sýknar. Hver sakfellir? Kristur Jesús er sá sem dáinn er. Og meira en það: Hann er upprisinn, hann er við hægri hönd Guðs og hann biður fyrir okkur. Hver mun gera okkur viðskila við kærleika Krists? Mun þjáning geta það eða þrenging, ofsókn, hungur eða nekt, háski eða sverð? Það er eins og ritað er:
Þín vegna er okkur dauði búinn allan daginn
og við metin sem sláturfé.
Nei, í öllu þessu vinnum við fyllsta sigur í krafti hans sem elskaði okkur. Því að ég er þess fullviss að hvorki dauði né líf, englar né tignir, hvorki hið yfirstandandi né hið ókomna, hvorki kraftar, hæð né dýpt né nokkuð annað skapað muni geta gert okkur viðskila við kærleika Guðs sem birtist í Kristi Jesú, Drottni vorum. Sálmarnir 121:2-3 Hjálp mín kemur frá Drottni, skapara himins og jarðar. Hann mun ekki láta fót þinn skriðna, vörður þinn blundar ekki.
Þú vilt fræðast um Guð


Jóhannesarguðspjall 1:1-4 Í upphafi var Orðið[ og Orðið var hjá Guði og Orðið var Guð. Hann var í upphafi hjá Guði. Allt varð til fyrir hann,[ án hans varð ekki neitt sem til er. Í honum var líf og lífið var ljós mannanna. Ljósið skín í myrkrinu og myrkrið tók ekki á móti því. Jóhannesarguðspjall 14:6 Jesús segir við hann: „Ég er vegurinn, sannleikurinn og lífið. Enginn kemur til föðurins nema fyrir mig.
Þú efast um fyrirgefningu


Jóhannesarguðspjall 3:16 Því svo elskaði Guð heiminn að hann gaf einkason sinn til þess að hver sem á hann trúir glatist ekki heldur hafi eilíft líf. Fyrsta Jóhannesarbréf 1:9 Ef við játum syndir okkar, þá er hann trúr og réttlátur svo að hann fyrirgefur okkur syndirnar og hreinsar okkur af öllu ranglæti.
Þú veltir framtíðinni fyrir þér


Sálmarnir 37:5 Fel Drottni vegu þína og treyst honum,
hann mun vel fyrir sjá.
Þú veltir fyrir þér kynlífi


Fyrra Korintubréf 6:18-20 Forðist saurlifnaðinn! Sérhver önnur synd, sem maðurinn drýgir, er fyrir utan líkama hans. En saurlífismaðurinn syndgar á móti eigin líkama. Vitið þið ekki að líkami ykkar er musteri heilags anda sem í ykkur er og þið hafið frá Guði? Þið eigið ykkur ekki sjálf. Þið eruð verði keypt. Vegsamið því Guð með líkama ykkar. Síðara Tímóteusarbréf 2:22 Flý þú æskunnar girndir en stunda réttlæti, trú, kærleika og frið ásamt þeim sem ákalla Drottin af hreinu hjarta.
Þú veltir fyrir þér sjálfsvígi


Matteusarguðspjall 11:28 Komið til mín, öll þér sem erfiðið og þunga eruð hlaðin, og ég mun veita yður hvíld. Sálmarnir 116:2-5 Hann hneigði eyra sitt að mér
þegar ég ákallaði hann.
Snörur dauðans umkringdu mig,
angist heljar kom yfir mig,
ég mætti nauðum og harmi.
Þá ákallaði ég nafn Drottins:
„Drottinn, bjarga lífi mínu.“
Náðugur er Drottinn og réttlátur
og Guð vor er miskunnsamur.
Fégræðgi sækir á huga þinn


Matteusarguðspjall 6:19-20 Safnið yður ekki fjársjóðum á jörðu þar sem mölur og ryð eyðir og þjófar brjótast inn og stela. Safnið yður heldur fjársjóðum á himni þar sem hvorki eyðir mölur né ryð og þjófar brjótast ekki inn og stela. Hebreabréfið 13:5 Verið ekki fégráðug en látið ykkur nægja það sem þið hafið. Guð hefur sjálfur sagt: „Ég mun ekki sleppa af þér hendinni né yfirgefa þig.“
Þú ert haldin(n) fíkn


Orðskviðirnir 14:12 Margur vegurinn virðist greiðfær
en endar þó í helju. Matteusarguðspjall 11:28-30 Komið til mín, öll þér sem erfiðið og þunga eruð hlaðin, og ég mun veita yður hvíld. Takið á yður mitt ok og lærið af mér því að ég er hógvær og af hjarta lítillátur og þá munuð þér finna hvíld sálum yðar. Því að mitt ok er ljúft og byrði mín létt.“

Vandamál lífsins - nokkrar leiðbeiningar

Afsakanir


Lúkasarguðspjall 14:15-24 Þegar einn þeirra, er að borði sátu, heyrði þetta sagði hann við Jesú: „Sæll er sá sem situr til borðs í Guðs ríki.“
Jesús sagði við hann: „Maður nokkur gerði mikla kvöldmáltíð og bauð mörgum. Er stundin kom að veislan skyldi vera sendi hann þjón sinn að segja þeim er boðnir voru: Komið, nú er allt tilbúið. En þeir tóku allir að afsaka sig einum munni. Hinn fyrsti sagði við hann: Ég hef keypt akur og verð að fara og líta á hann. Ég bið þig, haf mig afsakaðan. Annar sagði: Ég hef keypt fimm tvenndir akneyta og er á förum að reyna þau. Ég bið þig, haf mig afsakaðan. Og enn annar sagði: Konu hef ég eignast, ekki get ég komið.
Þjónninn kom og tjáði herra sínum þetta. Þá reiddist húsbóndinn og sagði við þjón sinn: Far þú fljótt út á stræti og götur borgarinnar og leið inn hingað fátæka, örkumla, blinda og halta. Og þjónninn sagði: Herra, það er gert sem þú bauðst og enn er rúm. Þá sagði húsbóndinn við þjóninn: Far þú út um stíga og vegi og þrýstu á menn að koma inn svo að hús mitt fyllist. Því ég segi ykkur að enginn þeirra sem fyrst voru boðnir mun smakka kvöldmáltíð mína.“
Álag, að vera undir álagi


Matteusarguðspjall 11:28 Komið til mín, öll þér sem erfiðið og þunga eruð hlaðin, og ég mun veita yður hvíld. Sálmarnir 9:10 Drottinn er vörn hinum kúgaða,
vígi á neyðartímum
Biturð og/eða beiskja


Hebreabréfið 12:14-15 Stundið frið við alla menn og heilagt líferni því að án þess fær enginn litið Drottin. Hafið gát á að enginn missi af náð Guðs, að engin beiskjurót renni upp sem truflun valdi og margir saurgist af.
Dauði


Jóhannesarguðspjall 11:25-26 Jesús mælti: „Ég er upprisan og lífið. Sá sem trúir á mig mun lifa þótt hann deyi. Og hver sem lifir og trúir á mig mun aldrei að eilífu deyja. Trúir þú þessu?“ Opinberunarbókin 21:4 Og hann mun þerra hvert tár af augum þeirra. Og dauðinn mun ekki framar til vera, hvorki harmur né vein né kvöl er framar til. Hið fyrra er farið.“ Fyrra Þessaloníkubréf 4:13-14 Ekki vil ég, systkin, láta ykkur vera ókunnugt um þau sem sofnuð eru, til þess að þið séuð ekki hrygg eins og hin sem ekki eiga von. Því að ef við trúum því að Jesús sé dáinn og upprisinn, þá mun Guð fyrir Jesú leiða ásamt honum fram þau sem sofnuð eru.
Drykkjuskapur


Efesusbréfið 5:18 Drekkið ykkur ekki drukkin af víni, það leiðir aðeins til spillingar. Fyllist heldur andanum Rómverjabréfið 13:13 Lifum svo að sæmd sé að, því nú er dagur kominn, en hvorki í ofáti né ofdrykkju, hvorki saurlífi né svalli, ekki með þrætum eða öfund. Íklæðist heldur Drottni Jesú Kristi og leggið ekki þann hug á jarðnesk efni að það veki girndir.
Dómgirni, að dæma aðra


Matteusarguðspjall 7:1-2 Dæmið ekki svo að þér verðið ekki dæmd. Því að með þeim dómi, sem þér dæmið, munuð þér dæmd verða og með þeim mæli, sem þér mælið, mun yður mælt verða.
Efi


Matteusarguðspjall 21:21 Jesús svaraði þeim: „Sannlega segi ég ykkur: Ef þið eigið trú og efist ekki getið þið ekki aðeins gert slíkt sem fram kom við fíkjutréð. Þið gætuð enda sagt við fjall þetta: Lyft þér upp og steyp þér í hafið, og svo mundi fara.
Fíkn


Sálmarnir 34:5 Ég leitaði Drottins og hann svaraði mér,
frelsaði mig frá öllu sem ég hræddist. Sálmarnir 32:1-5 Sæll er sá er afbrotin eru fyrirgefin,
synd hans hulin.
Sæll er sá maður sem Drottinn tilreiknar ekki misgjörð
og ekki geymir svik í anda.
Meðan ég þagði tærðust bein mín,
allan daginn stundi ég
því að dag og nótt lá hönd þín þungt á mér,
lífsþróttur minn þvarr sem í sumarbreyskju.
Þá játaði ég synd mína fyrir þér
og duldi ekki sekt mína
en sagði: „Ég vil játa afbrot mín fyrir Drottni.“
Og þú afmáðir syndasekt mína. Jakobsbréfið 4:7-8 Gefið ykkur því Guði á vald, standið gegn djöflinum og þá mun hann flýja ykkur. Nálægið ykkur Guði og þá mun hann nálgast ykkur.
Þungunarrof


Sálmarnir 22:10-11 Þú leiddir mig fram af móðurlífi,
lést mig liggja öruggan við brjóst móður minnar.
Til þín var mér varpað úr móðurskauti,
frá móðurlífi ert þú Guð minn. Lúkasarguðspjall 1:39-44 En á þeim dögum tók María sig upp og fór með flýti til borgar nokkurrar í fjallbyggðum Júda. Hún kom inn í hús Sakaría og heilsaði Elísabetu. Þá varð það, þegar Elísabet heyrði kveðju Maríu, að barnið tók viðbragð í lífi hennar og Elísabet fylltist heilögum anda og hrópaði hárri röddu: „Blessuð sért þú meðal kvenna og blessaður ávöxtur lífs þíns. Hvaðan kemur mér þetta, að móðir Drottins míns kemur til mín? Þegar kveðja þín hljómaði í eyrum mér tók barnið viðbragð af gleði í lífi mínu.
Freistingar


Matteusarguðspjall 26:41 Vakið og biðjið svo að þið fallið ekki í freistni. Andinn er reiðubúinn en holdið veikt. Orðskviðirnir 1:10-15 Sonur minn, þegar skálkar ginna þig
gegndu þeim þá ekki.
Þegar þeir segja: „Kom með oss.
Leggjumst í launsátur til manndrápa,
sitjum án tilefnis um saklausa menn,
gleypum þá lifandi eins og hel,
með húð og hári eins og þá sem eru horfnir til dánarheima.
Alls kyns dýrgripi eignumst vér
og fyllum hús vor ránsfeng.
Þú skalt taka jafnan hlut með oss,
einn sjóð skulum vér allir hafa.“
Sonur minn, gakktu ekki á vegi þeirra,
haltu fæti þínum frá slóð þeirra. Fyrra Korintubréf 15:33 Villist ekki. Vondur félagsskapur spillir góðum siðum.
Girnd


Fyrsta Jóhannesarbréf 2:16 Því að allt sem maðurinn girnist, allt sem glepur augað, allt oflæti vegna eigna er ekki frá föðurnum heldur frá heiminum.
Græðgi


Orðskviðirnir 11:24-25 Einn miðlar öðrum af örlæti og eignast æ meira,
annar heldur í meira en rétt er og verður þó enn snauðari.
Örlátur maður hlýtur ríkulega umbun
og sá sem gefur öðrum að drekka fær þorsta sínum svalað. Lúkasarguðspjall 12:15 Og hann sagði við þá: „Gætið ykkar og varist alla ágirnd. Enginn þiggur líf af eigum sínum þótt auðugur sé.“ Lúkasarguðspjall 12:34 Því hvar sem fjársjóður yðar er, þar mun og hjarta yðar vera.
Hatur, hefnd


Fyrra Þessaloníkubréf 5:15 Gætið þess að enginn gjaldi neinum illt með illu en keppið ávallt eftir hinu góða, bæði hvert við annað og við alla aðra. Matteusarguðspjall 5:44 En ég segi yður: Elskið óvini yðar og biðjið fyrir þeim sem ofsækja yður.
Hórdómur


Matteusarguðspjall 5:27-28 Þér hafið heyrt að sagt var: Þú skalt ekki drýgja hór. En ég segi yður: Hver sem horfir á konu í girndarhug hefur þegar drýgt hór með henni í hjarta sínu. Matteusarguðspjall 5:31-32 Þá var og sagt: Sá sem skilur við konu sína skal gefa henni skilnaðarbréf. En ég segi yður: Hver sem skilur við konu sína, nema fyrir hórsök, verður til þess að hún drýgir hór. Og sá sem gengur að eiga fráskilda konu drýgir hór. Fyrra Korintubréf 6:18 Forðist saurlifnaðinn! Sérhver önnur synd, sem maðurinn drýgir, er fyrir utan líkama hans. En saurlífismaðurinn syndgar á móti eigin líkama.
Jafningjaþrýstingur


Fyrra Korintubréf 15:33 Villist ekki. Vondur félagsskapur spillir góðum siðum.
Kynlíf


Fyrra Korintubréf 7:1-5 En svo að ég minnist á það sem þið hafið ritað, þá er það gott fyrir mann að vera ekki við konu kenndur. En til þess að forðast saurlífi hafi hver karlmaður sína eiginkonu og hver kona sinn eiginmann. Karlmaðurinn gæti skyldu sinnar gagnvart konunni og sömuleiðis konan gagnvart karlmanninum. Ekki hefur konan vald yfir eigin líkama heldur karlmaðurinn. Sömuleiðis hefur og karlmaðurinn ekki heldur vald yfir eigin líkama heldur konan. Haldið ykkur eigi hvort frá öðru nema þá eftir samkomulagi um stundarsakir til þess að þið getið haft næði til bænahalds og takið svo saman aftur til þess að Satan freisti ykkar ekki vegna ístöðuleysis ykkar. Efesusbréfið 5:3-5 En frillulífi og óhreinleiki yfirleitt eða ágirnd á ekki einu sinni að nefnast á nafn meðal ykkar. Slíkt hæfir ekki heilögum. Ekki heldur svívirðilegt hjal eða ósæmandi spé. Þakkið miklu fremur Guði. Því að það skuluð þið vita og festa ykkur í minni að enginn frillulífismaður eða saurugur eða ágjarn – sem er sama og að dýrka hjáguði – á sér arfsvon í ríki Krists og Guðs.
Lastmæli, illt orðbragð


Kólossubréfið 3:8 En nú skuluð þið segja skilið við allt þetta: reiði, bræði, vonsku, lastmæli, svívirðilegt orðbragð.
Lygi, að ljúga


Efesusbréfið 4:25 Leggið því af lygina og talið sannleika hvert við sinn náunga því að við erum hvert annars limir. Orðskviðirnir 14:5 Sannorður vottur lýgur ekki
en falsvottur fer með lygar.
Mótlæti


Filippíbréfið 4:6-7 Verið ekki hugsjúk um neitt heldur gerið í öllum hlutum óskir ykkar kunnar Guði með bæn og beiðni og þakkargjörð. Og friður Guðs, sem er æðri öllum skilningi, mun varðveita hjörtu ykkar og hugsanir ykkar í Kristi Jesú. Fyrra Pétursbréf 1:6-7 Fagnið því þótt þið nú um skamma stund hafið orðið að hryggjast í margs konar raunum. Það er til þess að trúfesti ykkar, langtum dýrmætari en forgengilegt gull, sem þó er reynt í eldi, geti orðið ykkur til lofs og dýrðar og heiðurs við opinberun Jesú Krists.
Ógnir, hryðjuverk, stríð


Sálmarnir 37:5 Fel Drottni vegu þína og treyst honum,
hann mun vel fyrir sjá. Filippíbréfið 4:6-7 Verið ekki hugsjúk um neitt heldur gerið í öllum hlutum óskir ykkar kunnar Guði með bæn og beiðni og þakkargjörð. Og friður Guðs, sem er æðri öllum skilningi, mun varðveita hjörtu ykkar og hugsanir ykkar í Kristi Jesú.
Óheiðarleiki


Matteusarguðspjall 7:2-5 Því að með þeim dómi, sem þér dæmið, munuð þér dæmd verða og með þeim mæli, sem þér mælið, mun yður mælt verða. Hví sér þú flísina í auga bróður þíns en tekur ekki eftir bjálkanum í auga þínu? Eða hvernig fær þú sagt við bróður þinn: Lát mig draga flísina úr auga þér? Og þó er bjálki í auga þínu. Hræsnari, drag fyrst bjálkann úr auga þér og þá sérðu glöggt til að draga flísina úr auga bróður þíns.
Ótti


Sálmarnir 121:1-2 Ég hef augu mín til fjallanna,
hvaðan kemur mér hjálp?
Hjálp mín kemur frá Drottni,
skapara himins og jarðar. Síðara Tímóteusarbréf 1:7 Því að ekki gaf Guð okkur anda hugleysis heldur anda máttar og kærleiks og stillingar.
Reiði


Efesusbréfið 4:26 Ef þið reiðist þá syndgið ekki. Sólin má ekki setjast yfir reiði ykkar. Orðskviðirnir 15:1 Mildilegt svar stöðvar bræði
en fúkyrði vekja reiði. Orðskviðirnir 19:11 Það er viska að vera seinn til reiði
og sæmd að láta rangsleitni ekki á sig fá.
Sektarkennd


Hebreabréfið 10:17 Síðan segir hann: Ég mun aldrei framar minnast synda þeirra eða lögmálsbrota. Sálmarnir 32:5 Þá játaði ég synd mína fyrir þér
og duldi ekki sekt mína
en sagði: „Ég vil játa afbrot mín fyrir Drottni.“
Og þú afmáðir syndasekt mína. Orðskviðirnir 28:13 Sá sem dylur yfirsjónir sínar verður ekki lánsamur
en sá sem játar þær og lætur af þeim hlýtur miskunn.
Slúður


Orðskviðirnir 20:19 Vesæll er sá sem ljóstrar upp leyndarmálum,
hafðu ekki samneyti við málugan mann.
Matteusarguðspjall 12:36 En ég segi yður: Á dómsdegi munu menn verða að svara fyrir hvert ónytjuorð sem þeir mæla.
Synd


Jóhannesarguðspjall 8:34 Jesús svaraði þeim: „Sannlega, sannlega segi ég yður: Hver sem drýgir synd er þræll syndarinnar. Rómverjabréfið 3:23 Allir hafa syndgað og skortir Guðs dýrð
Trúaróvissa


Jóhannesarguðspjall 10:27-28 Mínir sauðir heyra raust mína og ég þekki þá og þeir fylgja mér. Ég gef þeim eilíft líf og þeir skulu aldrei að eilífu glatast og enginn skal slíta þá úr hendi minni. Lúkasarguðspjall 24:38-39 Hann sagði við þau: „Hví eruð þið óttaslegin og hvers vegna vakna efasemdir í hjarta ykkar? Lítið á hendur mínar og fætur að það er ég sjálfur. Þreifið á mér og gætið að. Ekki hefur andi hold og bein eins og þið sjáið að ég hef.“
Vonleysi


Sálmarnir 23 Drottinn er minn hirðir,
mig mun ekkert bresta.
Á grænum grundum lætur hann mig hvílast,
leiðir mig að vötnum þar sem ég má næðis njóta. [
Hann hressir sál mína,
leiðir mig um rétta vegu
fyrir sakir nafns síns.
Þótt ég fari um dimman dal
óttast ég ekkert illt
því að þú ert hjá mér,
sproti þinn og stafur hugga mig.
Þú býrð mér borð
frammi fyrir fjendum mínum,
þú smyrð höfuð mitt með olíu,
bikar minn er barmafullur.
Gæfa og náð fylgja mér
alla ævidaga mína
og í húsi Drottins
bý ég langa ævi. Sálmarnir 121 Ég hef augu mín til fjallanna,
hvaðan kemur mér hjálp?
Hjálp mín kemur frá Drottni,
skapara himins og jarðar.
Hann mun ekki láta fót þinn skriðna,
vörður þinn blundar ekki.
Nei, hann blundar ekki og sefur ekki,
hann, vörður Ísraels.
Drottinn er vörður þinn,
Drottinn skýlir þér,
hann er þér til hægri handar.
Um daga mun sólarhitinn ekki vinna þér mein
né heldur tunglið um nætur.
Drottinn mun vernda þig fyrir öllu illu,
hann mun vernda sál þína.
Drottinn mun varðveita útgöngu þína og inngöngu
héðan í frá og að eilífu. Sálmarnir 143:7-11 Bænheyr mig fljótt, Drottinn,
því að lífsþróttur minn þverr.
Byrg eigi auglit þitt fyrir mér
svo ég líkist eigi þeim sem grafnir eru.
Lát mig heyra miskunn þína að morgni dags
því að þér treysti ég.
Vísa mér veginn sem ég skal halda
því að til þín hef ég sál mína.
Bjarga mér frá óvinum mínum, Drottinn,
ég flý á náðir þínar.
Kenn mér að gera vilja þinn
því að þú ert Guð minn,
þinn góði andi leiði mig
um slétta braut.
Leyf mér að lifa sakir nafns þíns, Drottinn,
leið mig úr nauðum sakir réttlætis þíns.
Þjófnaður, að stela


Efesusbréfið 4:28 Hinn stelvísi hætti að stela en leggi hart að sér og geri það sem gagnlegt er með höndum sínum svo að hann hafi eitthvað að miðla þeim sem þurfandi er. Orðskviðirnir 29:24 Þjófsnauturinn hatast við sjálfan sig,
hann hlýðir á bölvunina en lætur þó ekkert uppi. Fyrra Pétursbréf 4:15 Ekkert ykkar líði sem manndrápari, þjófur eða illvirki eða fyrir að hlutast til um það er öðrum kemur við.
Þunglyndi


Sálmarnir 42:12 Hví ert þú buguð, sál mín, og ólgar í mér?
Vona á Guð
því að enn mun ég fá að lofa hann,
hjálpræði auglitis míns og Guð minn. Sálmarnir 43:5 Hví ert þú buguð, sál mín,
og ólgar í mér?
Vona á Guð
því að enn mun ég fá að lofa hann,
hjálpræði auglitis míns og Guð minn. Sálmarnir 147:3 Hann græðir þá sem hafa sundurkramið hjarta
og bindur um benjar þeirra. Sálmarnir 30:5 Syngið Drottni lof, þér hans trúuðu,
vegsamið hans heilaga nafn. Sálmarnir 40:2-3 Stöðugt vonaði ég á Drottin
og hann laut niður að mér og heyrði ákall mitt.
Hann dró mig upp úr glötunargröfinni,
upp úr fúafeni,
veitti mér fótfestu á kletti
og gerði mig styrkan í gangi.

Kristin gildi og einkenni

Að miðla trúnni


Markúsarguðspjall 1:17 Jesús sagði við þá: „Komið og fylgið mér og mun ég láta ykkur menn veiða.“
Auðmýkt


Fyrra Pétursbréf 5:6 Beygið ykkur því undir Guðs voldugu hönd til þess að hann upphefji ykkur á sínum tíma. Matteusarguðspjall 18:4 Hver sem auðmýkir sig og verður eins og barn þetta, sá er mestur í himnaríki.
Árvekni


Lúkasarguðspjall 9:62 En Jesús sagði við hann: „Enginn sem leggur hönd á plóginn og horfir aftur er hæfur í Guðs ríki.“
Bjóða sig fram


Rómverjabréfið 12:1-2 Því brýni ég ykkur, systkin, að þið vegna miskunnar Guðs bjóðið fram sjálf ykkur að lifandi, heilagri, Guði þóknanlegri fórn. Það er sönn guðsdýrkun af ykkar hendi. Fylgið ekki háttsemi þessa heims. Látið heldur umbreytast með hinu nýja hugarfari og lærið svo að skilja hver sé vilji Guðs, hið góða, fagra og fullkomna.
Bæn


Efesusbréfið 6:18 Gerið það með bæn og beiðni og biðjið á hverri tíð í anda. Verið þannig árvökul og stöðug í bæn fyrir öllum heilögum. Matteusarguðspjall 7:7-11 Biðjið og yður mun gefast, leitið og þér munuð finna, knýið á og fyrir yður mun upp lokið verða. Því að hver sá öðlast sem biður, sá finnur sem leitar, og fyrir þeim sem á knýr mun upp lokið verða. Eða hver er sá maður meðal yðar sem gefur barni sínu stein er það biður um brauð? Eða höggorm þegar það biður um fisk? Fyrst þér sem eruð vond hafið vit á að gefa börnum yðar góðar gjafir, hve miklu fremur mun þá faðir yðar á himnum gefa þeim góðar gjafir sem biðja hann? Kólossubréfið 4:2 Verið stöðug í bæninni, vakið og biðjið með þakkargjörð.
Friður Guðs


Jóhannesarguðspjall 14:27 Frið læt ég yður eftir, minn frið gef ég yður. Ekki gef ég yður eins og heimurinn gefur. Hjarta yðar skelfist ekki né hræðist. Rómverjabréfið 5:1 Réttlætt af trú höfum við því frið við Guð sakir Drottins vors Jesú Krists. Sálmarnir 4:9 Í friði leggst ég til hvíldar og sofna
því að þú einn, Drottinn,
lætur mig hvíla óhultan í náðum.
Fyrirgefning


Markúsarguðspjall 11:25-26 Og þegar þið eruð að biðja, þá fyrirgefið þeim sem hafa gert eitthvað á hlut ykkar til þess að faðir ykkar á himnum fyrirgefi einnig ykkur misgjörðir ykkar. Ef þið fyrirgefið ekki mun faðir ykkar á himnum ekki heldur fyrirgefa misgjörðir ykkar. Efesusbréfið 4:32 Verið góðviljuð hvert við annað, miskunnsöm, fús til að fyrirgefa hvert öðru eins og Guð hefur í Kristi fyrirgefið ykkur. Kólossubréfið 3:13 Umberið hvert annað og fyrirgefið hvert öðru ef einhver hefur sök á hendur öðrum. Eins og Drottinn hefur fyrirgefið ykkur, svo skuluð þið og gera. Fyrsta Jóhannesarbréf 1:9 Ef við játum syndir okkar, þá er hann trúr og réttlátur svo að hann fyrirgefur okkur syndirnar og hreinsar okkur af öllu ranglæti.
Gleði


Sálmarnir 35:9 En ég mun fagna yfir Drottni,
gleðjast yfir hjálp hans Filippíbréfið 4:4 Verið ávallt glöð í Drottni. Ég segi aftur: Verið glöð.
Handleiðsla


Sálmarnir 37:5 Fel Drottni vegu þína og treyst honum,
hann mun vel fyrir sjá. Sálmarnir 32:8 Ég vil fræða þig, vísa þér veginn
sem þú átt að ganga,
ég vil gefa þér ráð, vaka yfir þér.
Heiðra foreldra


Efesusbréfið 6:2 „Heiðra föður þinn og móður“ – það er hið fyrsta boðorð með fyrirheiti: 3 „til þess að þér vegni vel og þú verðir langlífur á jörðinni“.
Heilagleiki


Hebreabréfið 12:14 Stundið frið við alla menn og heilagt líferni því að án þess fær enginn litið Drottin. Títusarbréfið 2:11-14 Því að náð Guðs hefur opinberast til sáluhjálpar öllum mönnum. Hún kennir okkur að afneita óguðleik og veraldlegum girndum og lifa hóglátlega, réttvíslega og guðrækilega í heimi þessum, í eftirvæntingu okkar sælu vonar, að hinn mikli Guð og frelsari vor Jesús Kristur opinberist í dýrð sinni. Hann gaf sjálfan sig fyrir okkur til þess að hann leysti okkur frá öllu ranglæti og hreinsaði sjálfum sér til handa eignarlýð, kostgæfinn til góðra verka. 1. Pétursbréf 1:15-16 Verðið heldur sjálf heilög í öllu dagfari ykkar eins og sá er heilagur sem ykkur hefur kallað. Ritað er: „Verið heilög því ég er heilagur.“
Heilindi, heiðarleiki, ráðvendni


Sálmur 25:21 Heilindi og ráðvendni verndi mig
því að á þig vona ég.
Hin góðu verk


Jóhannesarguðspjall 15:5 Ég er vínviðurinn, þér eruð greinarnar. Sá ber mikinn ávöxt sem er í mér og ég í honum en án mín getið þér alls ekkert gert. Jóhannesarguðspjall 15:8 Með því vegsamast faðir minn að þér berið mikinn ávöxt og verðið lærisveinar mínir. Efesusbréfið 2:8-10 því að af náð eruð þið hólpin orðin fyrir trú. Þetta er ekki ykkur að þakka. Það er Guðs gjöf. Ekki byggt á verkum, enginn skal geta miklast af því. Við erum smíð Guðs, sköpuð í Kristi Jesú til góðra verka sem hann hefur áður fyrirbúið til þess að við skyldum leggja stund á þau.
Hluttekningarsemi


1. Pétursbréf 3:8 Að lokum, verið öll samhuga, hluttekningarsöm og elskið hvert annað, verið miskunnsöm, auðmjúk.
Hlýðni


Títusarbréfið 3:1 Minn þau á að lúta höfðingjum og yfirvöldum, vera hlýðin og reiðubúin til sérhvers góðs verks Hebreabréfið 13:17 Hlýðið leiðtogum ykkar og verið þeim eftirlát. Þeir vaka yfir sálum ykkar og eiga að lúka reikning fyrir þær. Verið þeim eftirlát til þess að þeir geti gert það með gleði, ekki andvarpandi. Það væri ykkur til ógagns. Postulasagan 5:29 En Pétur og hinir postularnir svöruðu: „Framar ber að hlýða Guði en mönnum.
Hógværð, mjúklyndi


Sálmur 37:11 En hinir hógværu fá landið til eignar
og gleðjast yfir miklu gengi. Fyrra Pétursbréf 3:15-16 En helgið Krist sem Drottin í hjörtum ykkar. Verið ætíð reiðubúin að svara hverjum manni sem krefst raka fyrir voninni sem þið eigið. En gerið það með hógværð og virðingu og hafið góða samvisku til þess að þeir sem níða góða hegðun ykkar sem kristinna manna verði sér til skammar vegna þess sem þeir mæla gegn ykkur.
Hreinleiki


Síðara Tímóteusarbréf 2:22 Flý þú æskunnar girndir en stunda réttlæti, trú, kærleika og frið ásamt þeim sem ákalla Drottin af hreinu hjarta.
Hugrekki


Sálmur 27:14 Já, vona á Drottin,
ver öruggur og hugrakkur,
vona á Drottin. Fyrra Korintubréf 16:13 Vakið, standið stöðug í trúnni, verið hugdjörf og styrk.
Kærleikur


1. Korintubréf 13 Þótt ég talaði tungum manna og engla
en hefði ekki kærleika
væri ég hljómandi málmur eða hvellandi bjalla.
Og þótt ég hefði spádómsgáfu
og vissi alla leyndardóma og ætti alla þekking
og þótt ég hefði svo takmarkalausa trú að færa mætti fjöll úr stað
en hefði ekki kærleika,
væri ég ekki neitt.
Og þótt ég deildi út öllum eigum mínum
og þótt ég framseldi líkama minn til þess að verða brenndur
en hefði ekki kærleika,
væri ég engu bættari.
Kærleikurinn er langlyndur, hann er góðviljaður. Kærleikurinn öfundar ekki.
Kærleikurinn er ekki raupsamur, hreykir sér ekki upp.
Hann hegðar sér ekki ósæmilega, leitar ekki síns eigin,
hann reiðist ekki, er ekki langrækinn.
Hann gleðst ekki yfir óréttvísinni en samgleðst sannleikanum.
Hann breiðir yfir allt, trúir öllu, vonar allt, umber allt.
Kærleikurinn fellur aldrei úr gildi.
En spádómsgáfur, þær munu líða undir lok,
og tungur, þær munu þagna, og þekking, hún mun líða undir lok.
Því að þekking vor er í molum og spádómur vor er í molum.
En þegar hið fullkomna kemur líður það undir lok sem er í molum.
Þegar ég var barn talaði ég eins og barn,
hugsaði eins og barn og ályktaði eins og barn.
En þegar ég var orðinn fulltíða lagði ég niður barnaskapinn.
Nú sjáum vér svo sem í skuggsjá, í ráðgátu,
en þá munum vér sjá augliti til auglitis.
Nú er þekking mín í molum
en þá mun ég gjörþekkja eins og ég er sjálfur gjörþekktur orðinn.
En nú varir trú, von og kærleikur, þetta þrennt,
en þeirra er kærleikurinn mestur. Jóhannesarguðspjall 13:34-35 Nýtt boðorð gef ég yður, að þér elskið hvert annað. Eins og ég hef elskað yður skuluð þér einnig elska hvert annað. Á því munu allir þekkja að þér eruð mínir lærisveinar ef þér berið elsku hver til annars.“ Fyrsta Jóhannesarbréf 3:1 Sjáið hvílíkan kærleika faðirinn hefur auðsýnt okkur, að við skulum kallast Guðs börn. Og það erum við. Heimurinn þekkir okkur ekki vegna þess að hann þekkti hann ekki. Fyrsta Jóhannesarbréf 3:11 Því að þetta er sá boðskapur sem þið hafið heyrt frá upphafi: Við eigum að elska hvert annað.
Lestur Biblíunnar


Jóhannesarguðspjall 5:39 Þér rannsakið ritningarnar því í þeim hyggist þér eiga eilíft líf. Og það eru þær sem vitna um mig Sálmarnir 1:2 heldur hefur yndi af leiðsögn Drottins
og hugleiðir lögmál hans dag og nótt. Sálmarnir 119:97 Hve mjög elska ég lögmál þitt,
allan daginn íhuga ég það.
Líf í gnægð


Jóhannesarguðspjall 10:10 Þjófurinn kemur ekki nema til að stela og slátra og eyða. Ég er kominn til þess að þeir hafi líf, líf í fyllstu gnægð.
Ljúflyndi


Efesusbréfið 4:2 Verið í hvívetna lítillát og hógvær. Verið þolinmóð, langlynd, umberið og elskið hvert annað. Filippíbréfið 4:5 Ljúflyndi ykkar verði kunnugt öllum mönnum. Drottinn er í nánd.
Miskunnsemi


Matteusarguðspjall 9:13 Farið og nemið hvað þetta merkir: Miskunnsemi vil ég, ekki fórnir. Ég er ekki kominn til að kalla réttláta heldur syndara. Títusarbréfið 3:5 þá frelsaði hann okkur, ekki vegna réttlætisverkanna, sem við höfðum unnið, heldur frelsaði hann okkur af miskunn sinni. Það gerði hann í þeirri laug endurfæðingar og endurnýjunar heilags anda sem Hebreabréfið 4:16 Göngum því með djörfung að hásæti Guðs náðar. Þar finnum við miskunn og náð þegar við erum hjálparþurfi.
Nægjusemi


Filippíbréfið 4:11 Ekki segi ég þetta vegna þess að ég hafi liðið skort því að ég hef lært að láta mér nægja það sem ég hef. Fyrra Tímóteusarbréf 6:6 Já, trúin samfara nægjusemi er mikill gróðavegur.
Réttlæti


2. Korintubréf. 5:21 Guð dæmdi Krist, sem þekkti ekki synd, sekan í okkar stað til þess að hann gerði okkur réttlát í Guðs augum. Filippíbréfið 3:9 ...og reynst vera í honum, ekki sakir eigin réttlætis, sem fæst af hlýðni við lögmálið, heldur sakir þess sem trúin á Krist gefur, réttlætið frá Guði með trúnni. Matteusarguðspjall 6:33 En sé auga þitt spillt verður allur líkami þinn dimmur. Ef nú ljósið í þér er myrkur, hvílíkt verður þá myrkrið.
Sannleikur


Sálmur 25:5 Lát mig ganga í sannleika þínum og kenn mér
því að þú ert Guð hjálpræðis míns,
allan daginn vona ég á þig. Jóhannesarguðspjall 14:6 Jesús segir við hann: „Ég er vegurinn, sannleikurinn og lífið. Enginn kemur til föðurins nema fyrir mig. Efesusbréfið 4:14-15 Við eigum ekki að halda áfram að vera börn sem hrekjast og berast fram og aftur af hverjum kenningarvindi og tæld af slægum mönnum með vélabrögðum villunnar. Við eigum heldur að ástunda sannleikann í kærleika og vaxa í öllu upp til hans sem er höfuðið, Kristur.
Sigur


Jóhannesarguðspjall 16:33 Þetta hef ég talað við yður svo að þér eigið frið í mér. Í heiminum hafið þér þrenging. En verið hughraustir. Ég hef sigrað heiminn. Opinberunarbókin 3:12 Þann er sigrar mun ég gera að máttarstólpa í musteri Guðs míns og hann skal aldrei framar fara þaðan. Á hann mun ég rita nafn Guðs míns og nafn borgar Guðs míns, hinnar nýju Jerúsalem, er kemur af himni ofan frá Guði mínum, og nafnið mitt hið nýja. Fyrra Korintubréf 15:57 Guði séu þakkir, sem gefur oss sigurinn fyrir Drottin vorn Jesú Krist!
Sjálfsstjórn, sjálfsagi


Galatabréfið 5:23 [En ávöxtur andans er] hógværð og sjálfsagi. Gegn slíku er lögmálið ekki.
Staðfesta


Sálmarnir 51:12 Skapa í mér hreint hjarta, ó Guð,
og veit mér nýjan, stöðugan anda. Fyrra Korintubréf 15:58 Þess vegna, mín elskuðu systkin, verið staðföst, óbifanleg, síauðug í verki Drottins. Þið vitið að Drottinn lætur erfiði ykkar ekki verða til ónýtis.
Tilbeiðsla


Sálmarnir 95:6 Komið, föllum fram og tilbiðjum,
beygjum kné vor fyrir Drottni, skapara vorum. Jóhannesarguðspjall 4:23-24 En sú stund kemur, já, hún er nú komin, er hinir sönnu tilbiðjendur munu tilbiðja föðurinn í anda og sannleika. Faðirinn leitar slíkra tilbiðjenda. Guð er andi og þeir sem tilbiðja hann eiga að tilbiðja í anda og sannleika.“
Traust


Sálmarnir 37:3-5 Treyst Drottni og ger gott,
þá muntu óhultur búa í landinu.
Njót gleði í Drottni,
þá veitir hann þér það sem hjarta þitt þráir.
Fel Drottni vegu þína og treyst honum,
hann mun vel fyrir sjá. Orðskviðirnir 3:5-6 reystu Drottni af öllu hjarta
en reiddu þig ekki á eigið hyggjuvit.
Minnstu hans á öllum vegum þínum,
þá mun hann gera leiðir þínar greiðar.
Trúfesti


Matteusarguðspjall 25:23 Og húsbóndi hans sagði við hann: Gott, þú góði og trúi þjónn, yfir litlu varstu trúr, yfir mikið mun ég setja þig. Gakk inn í fögnuð herra þíns.
Umhyggja fyrir sköpunarverkinu


Sálmarnir 24:1-2 Drottni heyrir jörðin og allt sem á henni er,
heimurinn og þeir sem í honum búa,
því að hann grundvallaði hana á hafinu,
festi hana á vötnunum. Fyrra Korintubréf 4:2 Nú er þess krafist af ráðsmönnum að sérhver reynist trúr. Sálmarnir 65:10-14 Þú annast landið og vökvar það,
fyllir það auðlegð.
Lækur Guðs er bakkafullur,
þú sérð mönnum fyrir korni
því að þannig hefur þú gert landið úr garði.
Plógförin á jörðinni gegnvætir þú,
sléttar plægt land,
mýkir jarðveginn með regnskúrum,
blessar það sem úr honum vex.
Þú krýndir árið með gæsku þinni,
vagnspor þín drjúpa af feiti.
Beitilöndin í auðninni gleðjast,
hæðirnar gyrðast fögnuði,
hagarnir klæðast hjörðum
og dalirnir þekjast korni,
allt fagnar og syngur.
Vingjarnleiki, góðvild


Galatabréfið 5:22 En ávöxtur andans er: kærleiki, gleði, friður, langlyndi, gæska, góðvild, trúmennska, Kólossubréfið 3:12-13 Íklæðist því eins og Guðs útvalin, heilög og elskuð börn hjartagróinni meðaumkun, góðvild, auðmýkt, hógværð og langlyndi. Umberið hvert annað og fyrirgefið hvert öðru ef einhver hefur sök á hendur öðrum. Eins og Drottinn hefur fyrirgefið ykkur, svo skuluð þið og gera. Efesusbréfið 4:32 Verið góðviljuð hvert við annað, miskunnsöm, fús til að fyrirgefa hvert öðru eins og Guð hefur í Kristi fyrirgefið ykkur.
Trúarvissa


Jóhannesarguðspjall 6:37 Allt sem faðirinn gefur mér mun koma til mín og þann sem til mín kemur mun ég alls eigi brott reka. Jóhannesarguðspjall 5:24 Sannlega, sannlega segi ég yður: Sá sem heyrir orð mitt og trúir þeim sem sendi mig hefur eilíft líf og kemur ekki til dóms heldur er hann stiginn yfir frá dauðanum til lífsins.
Vísdómur, speki


Orðskviðirnir 1:5 hinn vitri hlýðir á og eykur lærdóm sinn,
og hinn hyggni þiggur hollráð Orðskviðirnir 2:6-7 Drottinn veitir speki,
af munni hans kemur þekking og hyggindi.
Hann geymir hinum ráðvöndu gæfuna
og er skjöldur þeirra sem breyta grandvarlega
Von


Rómverjabréfið 5:5 Og vonin bregst okkur ekki. Því að kærleikur Guðs hefur streymt inn í hjörtu okkar með heilögum anda sem okkur er gefinn. Rómverjabréfið 15:13 Guð vonarinnar fylli yður öllum fögnuði og friði í trúnni svo að þér séuð auðug að voninni í krafti heilags anda.
Þjónusta við aðra


Fyrra Pétursbréf 4:10 Sérhvert ykkar hefur fengið náðargáfu. Notið þær og þjónið hvert öðru eins og góðir ráðsmenn margvíslegrar náðar Guðs. Filippíbréfið 2:4 Lítið ekki aðeins á eigin hag heldur einnig annarra.
Þolgæði, þolinmæði


Sálmarnir 37:7 Ver hljóður fyrir Drottni og vona á hann,
ver eigi of bráður vegna þess manns sem vel gengur
eða þess sem illu veldur. Rómverjabréfið 5:3-5 En ekki aðeins það: Við fögnum líka í þrengingum þar eð við vitum að þrengingin veitir þolgæði en þolgæði gerir mann fullreyndan og fullreyndur á vonina. Og vonin bregst okkur ekki. Því að kærleikur Guðs hefur streymt inn í hjörtu okkar með heilögum anda sem okkur er gefinn.
Þakklæti


Efesusbréfið 5:20 og þakkið jafnan Guði, föðurnum, fyrir alla hluti í nafni Drottins vors Jesú Krists. Filippíbréfið 4:6 Verið ekki hugsjúk um neitt heldur gerið í öllum hlutum óskir ykkar kunnar Guði með bæn og beiðni og þakkargjörð.
Þrautseigja


Galatabréfið 6:9 Þreytumst ekki að gera það sem gott er því að á sínum tíma munum við uppskera ef við gefumst ekki upp. Matteusarguðspjall 24:13 En sá sem staðfastur er allt til enda verður hólpinn. Síðara Tímóteusarbréf 2:3 Þú skalt og að þínu leyti illt þola eins og góður hermaður Krists Jesú.