Vinir Gídeons

Gídeonfélagið dreifir Nýja testamentinu á ákveðna staði og stundum Biblíunni í heild, allt samkvæmt starfsáætlun félagsins. Gídeonfélagið á Íslandi er meðlimur í alþjóðasambandi Gídeonfélaga og tekur því bæði þátt í að dreifa orði Guðs hér heima og víða um heim.

Ekki geta allir orðið Gídeonfélagar. Því hafa verið stofnuð góðvinasamtök sem kallast Vinir Gídeons. Allir sem vilja styðja við starfsemi Gídeonfélagsins geta orðið vinir Gídeons. Stuðningurinn er tvíþættur, annars vegar fjárstuðningur og hins vegar fyrirbæn fyrir starfinu.

Þeir sem tilheyra Vinum Gídeons greiða sérstakt árgjald og fá reglulega fréttabréf um Gídeonstarfið til að geta beðið markvisst fyrir því og þakkað Guði fyrir árangurinn. Auk þess gefst þeim kostur á að taka þátt í hátíðarkvöldverði landsmóts Gídeonfélagsins, sem og aðventufundi félagsins.

Árgjald er ákveðið af stjórn félagsins og er það 5.000 kr.

Þarftu að breyta netfanginu?

Gídeonfélagið á Íslandi

Sendu okkur skilaboð

Heimilsfang
Langholtsvegur 111
104 Reykjavík


Póstur sendist:
Pósthólf 8488
128 Reykjavík

Skrifstofan er opin eftir samkomulagi.

Reikningsnúmer félagsins:

Rkn.nr. 0525-26-103

Kt. 510571-0109

© Gídeonfélagið á Íslandi 2020. gideon@gideon.is